Fyrsta skíðaæfing vetrarins hjá unglingahópi Skíðafélags Siglufjarðar fór fram um helgina í Hlíðarfjalli á Akureyri.
Þetta var jafnframt fyrsta æfingin undir stjórn nýs þjálfara, Guðna Bergs Einarssonar.

Undanfarin ár hefur Jón Óskar Andrésson þjálfað unglingahópinn og verið hluti af þjálfarateymi félagsins. Jón Óskar hefur notið mikillar virðingar innan félagsins og verið vel metinn af bæði iðkendum og foreldrum.

Skíðafélag Siglufjarðar þakkar Jóni Óskari fyrir samstarfið og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Á forsíðumynd má sjá fráfarandi þjálfara í æfingarferð með hópinn í Austurríki.

Mynd/Anna María Björnsdóttir