Innritun í fjarnám á vorönn er hafin hjá Menntaskólanum á Tröllaskaga – MTR – og geta umsækjendur skráð sig inn undir flipanum „Fjarnám“, „Innritun í fjarnám“ á vefsíðu skólans, mtr.is.

Áfangar þar sem pláss er fyrir fleiri nemendur eru opnir til innritunar en hverfa úr vali þegar þeir eru orðnir fullir. Gert er ráð fyrir að meðaltali 105 klukkustunda vinnu á önninni fyrir 5 eininga áfanga og eru umsækjendur beðnir að velja sér námsálag við hæfi. Innritun í staðnám fer fram á menntagatt.is

Þegar er umsókn er lokið er sendur póstur sem staðfestir að umsóknin sé móttekin en síðan kemur bréf hvaða áfanga umsækjandi hefur komist í og getur hann fylgst með því í Innu. Á umsóknarsíðu kemur fram ef verið er að skrá á biðlista í áfanga og sér umsækjandi í Innu hvort hann hefur komist inn.

Þeir umsækjendur sem greiða ekki greiðsluseðla fyrir eindaga eru sjálfkrafa teknir út og umsækjendur af biðlista teknir inn. Það er ekki tilkynnt sérstaklega. Hægt er að sækja um greiðslufrest með því að hafa samband við fjármálastjóra skólans Ingu Eiríksdóttur, inga@mtr.is Nemendur sem búa við kröpp kjör geta sótt um lækkun skráningagjalda til skólameistara Láru Stefánsdóttur, lara@mtr.is Verðskrá er hér. 

Athugið að staðnemar og fjarnemar eru saman í flestum hópum.

Kennsla vorannar hefst 6. janúar og fyrstu verkefnaskil eru 12. janúar.