Komandi daga munu iðkendur Skíðafélagsins Skíðaborgar Siglufirði og forráðamenn þeirra ganga í hús til að selja Happdrættismiða SSS til styrktar skíðastarfsins í vetur.

Heildarverðmæti vinninga er 648.900 kr. og miðaverð aðeins 1.500 kr. Dregið verður úr seldum miðum fimmtudaginn 14. nóvember 2019.

Vinningaskráin er stórglæsileg eins og sjá má hér.

 

Myndir: SSS