Rétt fyrir 10 í gærmorgun barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar aðstoðarbeiðni frá Hildi SH777 vegna bilunar í vél skipsins.
Áhöfn björgunarskipsins Húnabjargar á Skagaströnd var kölluð út og hélt Húnabjörg úr höfn um hálf ellefu. Björgunarskipið var komið að Hildi, sem var þá rétt norðvestur af Skaga, um hádegisbil. Skamma stund tók að koma taug á milli skipanna og var svo stefnan sett inn til Skagastrandar.
Hildur er talsvert stærra skip en Húnabjörgin og þegar þetta er skrifað eru Húnabjörgin að mjaka Hildi inn til hafnar á Skagaströnd, tæpum átta tímum eftir útkall.
Mynd/Landsbjörg




