Kveikt var á ljósakrossunum og á jólatrénu í kirkjugarðinum í gærkvöldi að viðstöddu fjölmenni, þrátt fyrir að veðrátta væri á köflum heldur óþýð og óferjuleg.
Forseti Rótarýklúbbsins; Sveinbjörn Sveinbjörnsson tók á móti fólki og bauð það velkomið og svo tók við dagskráin sem var eftir áralangri hefð:
Kirkjukórinn söng undir stjórn Ave Köru Sillaots, Séra Stefanía Steinsdóttir flutti nokkur orð og fjórir félagar úr klúbbnum lásu ritningarvers.
Þetta var hátíðleg stund að venju og eins og fyrr segir vel sótt.
Áður var greint frá starfi félaganna í garðinum og nú bætist við þær myndir og jafnframt eru hér myndir af skrúðbúningi trésins og af því er það var sótt í lundinn ofar Hlíðarvegs.
Jólaundirbúningi rótarýfélaga er þá svo gott sem lokið að sinni, en að sjálfsögðu gæta þeir að krossunum, þannig að þeir muni lýsa alla tíð fram í janúar.













Eins og fram er komið eru krossarnir flunkunýir og lýsa þeir garðinn skýrt og greinilega sem aldrei fyrr.
Nú eru um 400 krossar í garðinum og biðjum við fólk að fara varlega með kerti nærri krossunum og snúrunum.
Einnig viljum við biðja fólk að athuga að snúrur eru undir örlitlu snjólagi og þarf að gæta svolítið að hvar gengið er.
Rótarýfélagar benda á hann Guðbjörn sem er með síma 899-6213, fyrir þá sem vilja bæta við krossum, eða byrja með nýja.
Heimild. K. Haraldur Gunnlaugsson
Myndir/ KHG/AMT/Stefanía Steinsdóttir og Gummi í Brekku.




