Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa á 805. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar, þar sem óskað var eftir tilboði þriggja aðila í vinnu staðarvalsgreiningar og deiliskipulags fyrir nýjan kirkjugarð í Ólafsfirði.

Tilgangur verkefnisins er fyrst og fremst að finna kirkjugarðinum nýjan stað þar sem núverandi kirkjugarður verður fljótlega fullgrafinn. Skoðaðar verða tvær staðsetningar, annars vegar við Garðsveg og hins vegar við Brimnes.

Tilboð barst frá eftirfarandi aðilum:
Kanon arkitektum
Eflu verkfræðistofu
Landslagi ehf.

Bæjarráð samþykkiti tillögu skipulagsfulltrúa um að taka tilboði Kanon arkitekta vegna staðarvalsgreiningar og deiliskipulags fyrir nýjan kirkjugarð í Ólafsfirði.

Bæjarráð leggur áherslu á að staðarvalsgreiningu verði lokið á árinu 2023 þannig að deiliskipulagsvinna geti hafist sem fyrst og lokið á tilætluðum tíma árið 2024.