Þátturinn Gestaherbergið verður á dagskrá í dag, sent út úr stúdíói III í Noregi af Palla og Helgu.

Þau voru búin að ákveða að hætta með þema þáttarins nema ef góð uppástunga kæmi og góður hlustandi vill fá þemað “vegur” og því munu þau spila lög sem tengjast vegum eða eru flutt af hljómsveitum sem tengjast þessu orði, á nokkrum tungumálum.

Tónlistarhorn Juha verður á sínum stað og það er alltaf spennandi að heyra hvaða lag Juha sendir þættinum.

Missið ekki af Gestaherberginu á þriðjudögum klukkan 17:00 til 19:00 að íslenskum tíma.

FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga, í Skagafirði og á Hvammstanga og nágrenni.

Einnig má hlusta á netinu, hér á trolli.is, í Spilaranum t.d. í Apple TV og ýmsum nýrri sjónvarpstækjum, og á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com

Minnum einnig á skip.trolli.is  sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.