Dagur reykskynjarans er haldinn 1. desember ár hvert og í tilefni dagsins hvetur slökkviliðið í Fjallabyggð íbúa til að yfirfara brunavarnir á heimilum og vinnustöðum. Mælt er með að skipta um rafhlöður í reykskynjurum og fara yfir slökkvitæki og eldvarnarteppi.
Í tengslum við daginn mun Bjössi brunabangsi heimsækja Fjallabyggð. Íbúar, bæði börn og fullorðnir, geta hitt Bjössa á eftirfarandi tímum:
4. desember – Jólakvöld á Siglufirði
Slökkvistöðin á Siglufirði klukkan 19:00–20:00
5. desember – Jólakvöld á Ólafsfirði
Miðbær Ólafsfjarðar klukkan 20:00–21:00
Slökkviliðið hvetur íbúa til að taka með slökkvitæki sem þarfnast þjónustuskoðunar, en slökkviliðsmenn verða á staðnum til að yfirfara þau.




