Ríkisstjórnin býður til blaðamannafundar um nýja samgönguáætlun og stofnun innviðafélags til að flýta stærri samgönguframkvæmdum, í dag miðvikudaginn 3. desember kl. 10:30 á Hverfisgötu 4-6.
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra mun kynna þingsályktunartillögu um nýja samgönguáætlun fyrir tímabilið 2026-2040 og aðgerðaáætlun til fimm ára. Mælt verður fyrir tillögunni á Alþingi í næstu viku. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra munu síðan ásamt Eyjólfi kynna áform um nýtt innviðafélag á sviði samgangna.
Við bjóðum fjölmiðla velkomna og ráðherrar svara spurningum fjölmiðla úr sal að lokinni kynningu. Blaðamannafundinum verður streymt beint en slóð á streymið verður aðgengileg á forsíðu Stjórnarráðsins.
Mynd/Skjáskot af vef Stjórnarráðsins




