Ólafsfirðingurinn Jónína Sigrún Björnsdóttir heldur nú upp á þriðju edrú jólin sín frá því hún lauk meðferð hjá SÁÁ á Vogi og Vík.

„Meðan ég glímdi við áfengisfíknina var lítill gleðibragur yfir jólunum eða lífinu almennt, sérstaklega þó fyrir börnin mín og foreldra mína. Ég var svona gardínufyllibytta eins og ég kalla það, að fela glösin, flöskurnar og beljur­nar bakvið gardínurnar.

En það tók drjúgan tíma fyrir mig að viðurkenna sjúkdóminn. Ég var með mikla fordóma gagnvart öllum þessum fyllibyttum, en í meðferðinni opnuðust augun mín fyrir því að við erum öll að glíma við sama sjúkdóminn og leiðin að bata­num er með hjálp SÁÁ og AA.“

Jónína starfar lengst af sem íþrótta­kennnari, en hefur nú snúið sínu kvæði í kross í bókstaflegri merkingu, sem stundar guðfræðinám og stefnir á að verða prestur.

„Ég væri ekki á þessum góða stað núna ef ég væri enn að drekka. Ég er óskaplega þakklát fyrir þá hjálp sem ég fékk og það skiptir mig miklu máli að vita af öllu því góða fólki sem stendur fjárhags­lega við bakið á SÁÁ.

Takk fyrir edrú jólín, þau eru best.“ segir Jónína í viðtali hjá…..

Þrjár góðar leiðir til að styrkja SÁÁ:

  • Valgreiðsla í netbanka
  • Lagt inn á styrktarreikning SÁÁ
    0114-26-502, kt. 450978-0199
  • Styrkarsjóða SÁÁ: styrktarsjodur.is

Greinin var birt í blaði SÁÁ
Mynd: Jónína Björnsdóttir