Þórólfur Valdimarsson er þrjátíu og fimm ára gamall meinlaus tveggja metra vel skeggjaður rafvirki sem fáir þekkja. Þessi jólahátíðar árstími er honum ætíð til mikilla leiðinda og ama, hann er einn af þeim sem eiga sér bara sárar og leiðinlegar minningar varðandi jólahald á sinum barnæsku og unglingsárum.
Hann fæddist 1990 norður á Siglufirði, pabbi hann var drykkfelldur sjómaður sem líklega féll á milli skips og bryggju í landlegu í Vestmannaeyjum og hvarf þar með úr hans lífi, þegar Þórólfur var rétt tæplega 3 ára.
Móðir hans var ung og óþroskuð partý stelpa og Þórólfur flutti með henni suður á mölina rétt eftir föðurmissirinn. Útboðið af dópi og rugli var mun stærra í höfuðborginni en norður í rassgati og móðir hans féll strax í sinni sorg, kylliflöt fyrir næturlífinu í Reykjavík. Hún hélst illa í vinnu og þau fluttu mikið á milli hverfa, í og úr allskyns íbúðarholum og Þórólfur skipti þar af álíka oft um skóla eins og meðal Íslenskur karlmaður skiptir um nærbuxur.
Heimilislífið með tilheyrandi neyslu partíum, líktist mest lífinu á umferðarmiðstöð, þar sem fullorðið fólk í einkennilegu ástandi kom og fór allan sólarhringinn. Það lenti oftast á honum að taka til í íbúðinni eftir þessi neyslupartý móðurinnar og hennar til og frá dópista kærustum og þeirra vinum. Hann vandist því fljótlega að þegar hann var heima, að best væri að láta lítið fyrir sér fara og hann lokaði sig einfaldlega af inni í herberginu sínum.
Jólahátíðisdagarnir voru verstir, því þá byrjaði dópista gleðihátíðin oftast fyrir jól og lauk ekki fyrr en eftir nýár. Reyndar fannst Þórólfi oft að þegar svona löngum hátíðisdaga partýjum loksins lauk, að hann kæmist í feitt með öllu þessu magni af flöskum og dósum sem hann gat selt og kannski keypt sér smá nammi og jafnvel átt afgang fyrir ódýru útsölu Lego dóti.
Svona liðu hans barnæskuár í síendurtekinni neyslu hringavitleysu og aftur og aftur tókst móður hans að mála á sig heiðarlegt edrú andlit við heimsóknir frá félagsmálastofnun, en lengi vel lá það í loftinu að Þórólfur yrði tekin út af heimilinu.
Þegar hann var 10 ára, var hann sendur til ömmu sinnar á Sigló, á meðan móðir hans fór í meðferð og fékk hann þar í sitt fyrsta og eina skipti að eiga sér friðsæll jól. Móðirin kom tvíefld úr meðferðinni og krafðist þess að fá soninn til baka, þetta þrátt fyrir að hún hafði einnig fengi læknisfræðilegan dóm um að vera óhæf til að geta unnið á almennum vinnumarkaði, vegna geðrænna vandamála.
Hún var samt ekki talinn nægilega klikkuð til að vera talinn óhæf í að sinna barni.
Ættingjar hans á Sigló gáfust síðan upp á öllum samskiptum við móður hans út af hennar erfiða og óútreiknanlega skapferli og þar með slitnaði endanlega hans eina stuðnings líflína.
Þau mæðginin fluttu nú í ágætis íbúð sem félagsmálastofnun útvegaði þeim í Neðra Breiðholti og nú róaðist aðeins ástandið fyrir Þórólf og þrátt fyrir að móðir hans félli reglulega í neyslu, þá voru þetta frekar stuttir túrar hjá henni, hún hafði ekkert úthald í þetta lengur.
Hann laug að öllum um ástandið á heimilinu, því hann vildi ekki að þau myndu missa þessa íbúð, honum leið loksins vel í skólanum og góðir kennarar studdu hann mikið og honum tókst að klára grunnskólann og skellti sér þar á eftir í rafvirkjanám. Komst síðan á lærlingssamning hjá góðu fyrirtæki og var fastráðinn þar rétt tæplega tvítugur. Sama dag sem hann fékk fasta vinnu, tókst honum að fá leigusamning og stuttu seinna flutti hann í litla ódýra bílskúrsíbúð og klippti þá samdægurs á öll samskipti við móður sína.
Í dag veit hann ekki hvort hún er lífs eða liðinn og honum er svo sem slétt sama…
Þórólfur er mikill einfari og hans einu raunverulegu vinir eru flest allir útlenskir tölvuleikja spjallvinir, sem hann kynntist á erfiðum unglingsárum sínum og haldið vinskap við alla tíð síðan. Tölvuleikja enska er miklu meira hans móðurmál, en sú þvöglukennda dópista íslenska sem móðir hans reyndi að kenna honum.
Þórólfur hefur ungur að árum lofað sjálfum sér að aldrei snerta áfengi eða önnur vímuefni og hann setur sér ákveðin markmið.
Hann vinnur myrkranna á milli í fleiri ár og aðeins 25 ára gamall á hann fyrir útborgun í tveggja herbergja íbúð í Seljahverfinu.
Formaður húsfélagsins kemst fljótlega að því að þarna sé á ferðinni ungur og klár rafvirki með mikla tæknikunnáttu, það leikur allt í höndunum á þessum hávaxna manni. Húsfélagið bíður Þórólfi að taka að sér hlutastarf sem húsvörður og þar á eftir sér hann um ýmis viðgerðar og viðhalds verkefni, sem í leiðinni gefa honum ágætis aukatekjur.
Hann leggur mikinn tíma og pening í að laga og betrumbæta allt í sinni litlu íbúð, nú á hann sér sitt eigið afdrep þar sem hann ræður yfir sér sjálfur. Hann hefur loksins efni á því að kaupa allskyns tölvur, heimilistæki og leikföng sem hann aldrei fékk að njóta í barnæsku en vissi að svona hlutir voru sjálfsagðir á heimilum skólafélagana.
Þórólfur leyfir sér að verða barn aftur og hans jólafrí fara í að byggja rándýr Star Wars Lego, sem hann kaupir árlega, sem jólagjöf handa sjálfum sér. Um síðustu jól breytti hann út af vananum, aðallega vegna þess að hann var búinn að eignast alla Star Wars seríuna frá Lego og þá setti hann í staðinn saman risastóran Lego byggingarkrana. Yfir 3000 Lego kubbar, 4 rafmagnsmótorar og fjarstýring fylgdu með í pakkanum sem kostaði 80.000 krónur. Honum fannst þessi krani samt ekki vera neitt sérstakur, miðað við “Death Star” Star Wars Lego kassann sem hann keypti í hitteðfyrra fyrir 175.000 krónur, en í honum voru yfir 9000 kubbar og rúmlega 40 fígúrur.
Annars lagið fór þessi tæka, tölvu og leikfanga neysla algjörlega úr böndunum hjá Þórólfi, því hann þurfti alltaf að hlaupa til og kaupa nýjasta nýtt. Geymslan hans var full af oft á tíðum varla tveggja ára gömlum heimilistækjum og Lego kössum með kubbum sem hann hafði rifið sundur og lagt vel og vandlega aftur í kassanna.
Vinnufélögum Þórólfs þykir mjög vænt um hann, þrátt fyrir sérviskuna í honum og oft á tíðum einum of löngum og nákvæmum lýsingum hans á Lego leikföngum, tækjum og tólum sem hann var nýbúinn að kaupa. Því hann er þrælduglegur rafvirki og mikið tæknitröll og margir kúnnar út í bæ biðja sérstaklega um að Þórólfur komi til þeirra.
Það eina sem vinnufélögum hans, sem vita auðvitað ekkert um slæma jólareynslu fortíð Þórólfs, fannst algjörlega óþolandi við félaga sinn sem sjaldan bregður skapi eða blótar, er að þegar dregur að jólum breyttist hann í…
…Jóla Grinchinn Þórólfur!

Þetta byrjar oft með því að um miðjan nóvember að Þórólfur kemur askvaðandi og sótillur inn á kaffistofuna og eys blótsyrðum úr jólareiði skálum sínum yfir vinnufélagana…
Strákar, ég var að koma úr Smáralindinni og trúið mér… andskotinn sjálfur hafi það, þeir eru byrjaðir að spila væmin jólalög í hátalarakerfinu, nú þegar…. þetta er óþolandi, ég myndi frekar vilja vera fastur í lyftu í tvo mánuði með sama lyftulagið á loop en að þurfa að hlusta á þetta helvítis jólalaga kattarvæl út um allan bæ. Ha, svo voru sumar búðir byrjaðar að jólaskreyta líka, fjandinn hafi það… það er 15 nóvember.
Það er saman hvað vinnufélagarnir reyna að segja og benda Þórólfi Jólagrinch á góðu hliðina á jólunum að þá æsist hann bara enn meira og þeir fá yfir sig holskeflu af orðum um allt og ekkert sem hægt er að finna að varðandi jólahald Íslendinga.
Þórólfur minn!
Jólin eru fjölskylduhátíð og samtímis hátíð barnanna….
Nei, jólin eru greinilega hátíð kaupmanna og það er ekki hægt að horfa á sjónvarp eða hvað þá hlusta á útvarp í fleiri vikur. Jólaauglýsingar, jólalög, jólamatreiðslu þættir og ömurlegir karla og kirkjukórar að syngja á öllum rásum. Svo eru blessuð börnin dregin á jólaböll og þau koma sykurdópuð og snarvitlaus heim eftir að jólasveinar með perraleg nöfn hafa troðið ofan í þau 2 kílóum af sælgæti. Ha, myndi ég vilja að einhver perri sem ég veit nú þegar að hann í undirheimum Reykjavíkur er kallaður “Gluggagægir” komi nálægt börnunum mínum?
Nei, og að sjálfsögðu býður ekki mikilmennskubrjálæði Íslendinga upp á neitt annað en 13 svona glæpagengisgaura og þeir eru örugglega með eigið verkalýðsfélag og líklega feitan leynilegan lífeyrissjóð líka… og svo…
OMG! Þórólfur!… ÞÓRÓLFUR!!
Í guðanna bænum róaðu þig niður… grípur einn hugaður vinnufélagi inn í eldmóðs ræðu Þórólfs, þegar honum ofbýður þessi ofsi og árásir á allt sem öðrum er heilagt. Elsku vinur, þú verður að átta þig á því að jólasveinarnir okkar eru heilagar verur, þeir eru eiginlega jafn heilagir og mömmur okkar, þú getur ekki sagt svona ljó…
Ertu þá að meina svona mömmur sem fara af taugum seinnipart aðfangadags og fá sér tvær róandi pillur og kyngja þeim með rauðvínsglasi og kannski svona pabba sem skella sér í ljóta jólapeysu og Life senda síðan Singel Malt Wiskey rallhálfir jólakveðjur á Facebook og auðvitað sjá þeir allir til þess að rándýr flaskan sjáist vel.
Og, og … börnum eru ekki lengur gefin kerti og spil…
Ó nei, jólagjöf ársins er á pari við góða fermingargjöf, ha, rándýr leikjatölva, handa gerspilltum börnum sem nú þegar eiga allt. Á milli jóla og nýárs eru börn á fullu í bissness við að selja jólagjafir á Snapchat, sem þau eru óánægð með.
Eru það gráðug börn með neysluæði sem skapa þessa jólavitleysu… eru það ekki foreldrarnir sjálfir, sem skapa þetta jólabrjálæði og væntingar og sumir virðast vera viljiugir að setja fjárhag fjölskyldunnar í stórhættu til þess eins að geta grobbað sig á samfélagsmiðlum.
Með mynd, við á Tene yfir jólinn… næsta mynd, tvö brosandi börn við jólapakka hrúgu sem er hærri en þau sjálf, það sést varla í helvítis yfirskreytta jólatréð í bakgrunninum.
Á þetta að heita kristilegt og boðlegt börnum?
Hreytir Þórólfur út úr sér, jóla Grinch grænn í framan af illsku.

En hvað um þitt eigið tækja og Lego kubba neysluæði, er þetta ekki bara hræsni og fordómar hjá þér um annarra manna jólahald?
Spyr einn vinnufélaginn með réttu…
Ekki reyna að snúa út úr! Tja, ég hendi reyndar aldrei neinu. já, en ég hef bara ekki fundið tíma í að hreinsa út úr geymslunni minni, en markmiðið er að gefa frá mér gamalt dót í Góða Hirðirinn, svo að fátækar fjölskyldur hafi efni á að kaupa mannsæmandi jólagjafir handa sjálfum sér og börnunum sínum…
… og talandi um einmitt fátækt á Íslandi! Heldur Þórólfur ótrauður áfram í sinni löngu reiðiræðu, er það ekki hræsni líka að yfir jólin finnst öllum það sjálfsagt að henda peningum í fleiri kílómetra langar jólaljósa seríur og samtímis tala um dýrtíð og orkuskort…
Ha, svo ekki sé nú minnst á þessa andskotans áramóta flugeldana sem fólk kaupir fyrir milljónir með bros á vör… Eins og að þetta sé mengunarlaus og umhverfisvænn andskoti, algjörlega hættulaus falleg hefð fyrir astmasjúklinga. Er ekki nóg að við þurfum að óttast gasmengun úr Grindavíkur eldgosunum?
Eða eigum við að ræða aðeins um alla hunda og ketti sem þurfa áfallahjálp eftir þetta stríðsástand á gamlárskvöld….

Nei. Hættu nú alveg!
Nær einn rafyrkja vinnufélaginn á kaffistofunni að skjóta inn, þegar Þórólfur tók djúpt andartak.
Þórólfur!
Ertu virkilega að segja okkur að þú sért líka á móti áramótagleðinni okkar?
Ó JÁ! Þetta er hápunkturinn á þessu neyslubrjálæði landans og fólk gæti allt eins að mínu mati bara hent peningunum sínum í áramótabrennurnar… og við Íslendingar erum svo ákveðnir í þessu, að ef veður er vont á gamlárskvöld, þá erum við með þrettándadagskvöldið til vara sem peningabrennslukvöld.
Þrettándadagurinn er reyndar minn stærsti hátíðisdagur, þá panta ég mér pizzu og held upp á að þessari helvítis jólavitleysu sé loksins að ljúka.
Sýrlenska flóttakonan Fatima Muhammadi
Um miðjan janúar á þessu herrans ári 2025, byrja einkennilegir atburðir að gerast, sem hafa veruleg áhrif á líf og hagi Þórólf.
Það er nýlega runnin af honum mesta jólareiðin og Grinch svipurinn í andlitinu horfinn, þegar hann dag einn að loknum vinnudegi kemur heim og mætir konu með slæðu yfir kolsvörtu hárinu í hurðargættinni. Hún var bráðmyndarleg og á svipuð aldri og hann sjálfur og hún var að reyna að drösla inn þremur stórum ferðatöskum. Hann bíður gott kvöld og heldur hurðinni opinni fyrir konuna og hugsar sem svo að hún væri líklega að koma í heimsókn til einhvers af nágrönnum hans.
Nokkrum dögum seinna hringir húsfélagsformaðurinn í Þórólf og segir að húsfélagið sé nýbúið að leigja út litlu sameignar kjallara íbúðina sem Þórólfur sjálfur sá um að draga í rafmagnið á sínum tíma, þegar litlu fundar eða samkomu herbergi sem sjaldan eða aldrei var notað, var breytt í eins herbergja íbúð. Hingað til hafði hússjóðurinn haft ágætis tekjur af því að leigja út þessa sparsamt mubleruðu íbúð til námsmanna yfir vetrarmánuðina og svo stóð hún oftast tóm sem gestaíbúð á sumrin. Nú var hún komin í langtímaleigu fyrir einstæða flóttamenn og ríkið borgaði vel fyrir þetta fyrirkomulag.
Heyrðu, leigjandinn okkar bankaði upp á hjá mér í dag og bar sig illa yfir að hafa ekkert breiðband í íbúðinni, hún segist vera svo háð því að geta verið í samskiptum gegnum netið við vini og vandamenn sem nú eru dreifðir víðs vegar um heiminn. Hún hefur auðvitað ekki efni á að setja pening í rándýr útlandssímtöl, geturðu skroppið til hennar og séð hvort þú getir eitthvað hjálpað til. Já, ég man líka að á sínum tíma þegar ljósleiðarinn kom í húsið að þá var aldrei sett upp slík tenging í kjallarann.
Þórólfur hafði reyndar sama dag séð nafnið hennar, sem honum fannst frekar fallegt, við hliðina á sínu eigin nafni á pósthólfinu í anddyrinu og fyrir forvitins sakir Googlaði hann þetta Fatima nafn og hann sá að lauslega þýtt úr ensku að það þýðir eitthvað í áttina að bæði “auðmýkt og nægjusemi”, en samtímis er þetta einnig trúarlegt og sögufrægt nafn á yngstu dóttur Múhameðs, spámannsins mikla.
Hann er ekki alveg með það á hreinu hvernig hann gæti leyst þetta kjallara breiðbandsverkefni, en fer strax og heilsar upp á Fatimu. Hún virðist í fyrstu hálfsmeyk við þennan stóra mann, en hún sér fljótlega það sama og allir aðrir að Þórólfur er meinlaus maður.
Eftir smástund sér hann að einn glugginn í kjallaraíbúðinni er einmitt undir hans eigin svölum og hann áttaði sig einnig á því að líklega hefur Fatima ekki efni á að kaupa sér eigin nettengingu.
Bíddu aðeins, ég ætla að skreppa í geymsluna mína og sækja smá dót sem ég þarf í þetta og svo færðu bara tengingu á netið í gegnum mína íbúð. Á innan við klukkutíma var Þórólfur búinn að bora gat á gluggakarma heima hjá sjálfum sér og hjá Fatimu og draga þar á eftir inn ljósleiðara snúru og tengja hana við nýlegan router sem hann fann í tækja og Lego lager geymslunni sinni góðu.

Jæja, þá ertu komin með WiFi í íbúðina þína, áttu fartölvu eða spjaldtölvu sem ég get nettengt fyrir þig? Fatima er alveg orðlaus yfir að hafa fengið svona skjóta og ókeypis laus á fyrir henni risastóru vandamáli…. Eh, nei, ég á bara þennan gamla Samsung farsíma.
Um kvöldmatarleytið daginn eftir, er hringt á dyrabjölluna hjá Þórólfi og honum dauðbrá, því það gerðist svo sjaldan.
Þegar hann opnar dyrnar þá sér hann að Fatima er að reyna að lesa nafnið hans á hurðinni. Fyrirgefðu… ég bara get ekki sagt nafnið þitt og ég vil ekki særa þig með að bera það fram vitlaust. Þórólfur fattar auðvitað að það er vonlaust verkefni að byrja íslenskukennslu stund á nafninu hans og svo mundi hann að amma hans og ættingjar norður á Sigló kölluðu hann oft Dodda.
Segðu bara Doddi, segir Þórólfur Valdimarsson brosandi og býður Fatimu að stíga inn. Hún horfir ákaft í kringum sig og virðist vera nokkuð hissa á því hvað það var allt stílhreint og vel þrifið í þessari konulausu íbúð. Fatima dáist af risastóru sjónvarpi og hátalara kerfi og allskyns tækjum og tólum, en svo sér hún Star Wars dótið og hún hrópar upp yfir sig af hrifningu:
“I Love Star Wars!”
Síðan réttir hún fram plastpoka með nýbökuðum kókostoppum með ananas bitum og súkkulaðibotni og lýsir síðan tárvot þakklæti sínu yfir að hafa fengið nettengingu. Ég get auðvitað ekki borgað þér neitt fyrir þennan greiða… Ekkert að þakka grípur Þórólfur inn í…
Jú, fyrir þér er þetta kannski bara einhver smá greiði, held að þú getir ekki alveg tekið það inn hvað þetta hefur mikla þýðingu fyrir mig.
Ísinn var brotinn eftir þetta stutta þakkarhjal. Þau spjölluðu síðan saman í tvo klukkutíma um Star Wars kvikmyndir og sína uppáhalds karaktera í þessari heimsfrægu og áratugalöngu framhaldssögu.
Þessi óvænta og skemmtilega kvöldstund sat í þeim báðum og kvöldið eftir gerir Þórólfur sér upp erindi til að geta bankað upp á hjá Fatimu.
Fatima, ég sá í fyrradag að þú ert ekki með neitt sjónvarp, ég á gamalt tæki sem ég get gefið þér og svo var það mál leyst, því það var ekki langt að fara í geymsluna góðu. Næstu vikurnar komu þau til skiptis til hvers annars. Fatima með nýbakað austurlenskt sætabrauð og Þórólfur var á góðri leið með að tæma geymsluna sína. en þegar hann var búinn að bera inn til hennar t.d. örbylgjuofn, Air Fryer og Bluetooth hátalara sem hann tengdi við sjónvarpið og ofan á allt þetta bauðst líka til að gefa henni gamla MacBook Pro fartölvu, fannst Fatimu nóg komið. Því henni var farið að gruna að Þórólfur vorkenndi henni svo mikið að hann væri stanslaust að kaupa notaða og nýja hluti handa sér.
Þórólfi brá svolítið við að heyra að Fatima grunaði hann um gæsku og vildi sanna fyrir henni að hann vildi ekkert annað með þessu en að létta henni lífið. Ég fer nú reyndar ekkert langt til að sækja þetta dót, komdu með mér, ég skal sýna þér geymsluna mína og í henni eru einmitt bara hlutir sem ég ætlaði hvort sem er að gefa í einhver góðgerðasamtök, en svo komst þú óvænt og ég þarf ekki einu sinni að bera eitt eða neitt út úr húsinu.
Andlitið á Fatimu datt næstum því í gólfið þegar hún horfði agndofa á öll þessi tæki og tól og ekki síst þegar hún sá alla Star Wars Lego kassanna í þessari dularfullu geymslu.
Eftir þessa geymslu heimsókn, breyttist vinátta þeirra og þau hittust nær því daglega og léku sér líkt og tveir smákrakkar í leikskóla, sem þrátt fyrir að þau komi úr ger ólíkum trúar og menningarheimum, finna hvort annað og geta leikið sér saman án sameiginlegs tungumáls.
Þórólfur og Fatima byggja og skiptast á við að stýra Lego leikföngum með fjarstýringum og samtímis töluðu þau um allt á milli himins og jarðar.
Því staðreyndin er sú að:
Lego and Star Wars is the universal language of the universe.
Einfarinn Þórólfur, vildi alls ekki skemma þessa góðu stemmingu sem skapaðist gegnum þessar skemmtilegu leik og spjall stundir og þess vegna sagði hann ekkert um sína eigin barnæsku og spurði heldur aldrei Fatimu um hennar flóttamanna líf eða af hverju hún væri svona hölt, en svo gat hann ekki stillt sig einn daginn og spurði blátt áfram í byrjun nóvember.
Af öllum heimsins löndum, af hverju einmitt Ísland?
Fannst þér ekki enska nafnið 🥶 ICE-LAND fráhrindandi og kuldalegt? The Land og Fire and Ice…

Þegar hann kastar fram þessari spurningu eru þau að leika sér með 4000 bita Star Wars púsluspil á eldhúsborðinu heima hjá Þórólfi.
Fatima lýtur upp og horfir hugsandi á hann dágóða stund og svo segir hún: ÞÓRÓLFUR! og honum sem ber þetta grófa íslenska nafni er brugðið, því henni tekst að bera fram nafnið hans hárrétt… ætli hún hafi æft sig lengi, nær hann að hugsa og svo sér hann að hún horfir stíft í augun á honum.
Kæri vinur, ég ætla að segja þér merkilega sögu og ég hef hugsað mikið út í þetta síðustu mánuðina, en það er einhver ótrúlegur og óskiljanlegur karma guðdómleiki yfir þessu öllu, sem fer þvert á öll heimsins þekktu trúarbrögð og líklega er það alls enginn tilviljun að ég er stödd hér á Íslandi, hjá einmitt þér.
Trúðu mér, ekkert af þessu land of ice and fire kjaftæði hræddi mig, þvert á móti varð ég svo hrifin af þessari litu eyju þegar ég Googlaði margt og mikið um Ísland.
Fann texta um þið eruð á alþjóða vísu kosin friðsælasta þjóð heimsins 17 ár í röð. Doddi, þið eruð ekki einu sinni með eigin herafla og löggurnar eru ekki vopnaðar heldur, fyrir mér eru svona hlutir guðdómlegar fréttir um að svona draumaland sé til og mér sýnist það vera þannig að eldgos, jarðskjálftar, kuldi og vosbúð drepi ekki marga Íslendinga.
Ég er alveg til í að venjast svona hlutum, svo framarlega sem ég slepp við stríð og dauða og ég er í rauninni búinn að missa ALLT, nema kannski mitt eigið líf, en áhugi minn á Íslandi byrjaði reyndar eftir að ég fékk Íslenskan fót í Beirút í Líbanon.
Ha, hvað meinarðu Fatima?
Spyr Þórólfur undrandi og heldur að hann hafi misskilið eitthvað í þessu Icelandic foot… leg… something?
Ég er í alvörunni með Íslenskan fótlegg!
Sjáðu, Doddi, það stendur Össur.com á fótleggnum.
Já, þetta er stórt og merkilegt Íslenskt fyrirtæki, svarar Þórólfur, með undrun og vorkunn í röddinni.

Hvað kom fyrir þig, hvernig misstir þú fótinn Fatima?
Foreldrar mínir voru bæði háskólakennarar í Aleppo og þekkt fyrir andstöðu sína við harðstjórn Assad forseta og ég ólst upp við að maður yrði að fara varlega, fólk hvarf stundum, en við þekktum ekkert annað, maður vandist því að lifa í ótta.
Foreldrar mínir seldu ættarskartgripi og lögðu allan sinn lífssparnað í að smygla mér og bróðir mínum út úr borginn þegar ástandi versnaði mikið 2015 og ætlunin var að komast í skjóli nætur til Líbanon. Við sátum þétt saman um 10 mans á gólfinu í litum sendiferðabíl, ég sat lengst inn og bróðir minn fyrir framan mig og ég ríghélt utan um hann allan tímann, ég var svo hrædd.
Bíllinn keyrði lengi vel ljóslaus og við komumst nokkuð langt frá borginni, en svo heyrum við allt í einu skothvelli og við sáum vélbyssu kúlur skera sig gegnum bílinn… Bíllinn stoppaði og það næsta sem ég man er að ég heyri hróp og köll á rússnesku allt í kringum bílinn og svo rífa tveir Wagner málaliðar upp afturhurðina og svo hendir annar þeirra inn handsprengju og svo loka þeir hurðinni aftur.
Ég… ég man bara að ég rankaði smástund við mér stuttu seinna, alblóðug, en ég vissi ekki hvort þetta var mitt eigið blóð eða… hvort þetta kom allt saman úr líkama bróður míns sem lá hauslaus við hliðina á mér.
Þórólfi brá mikið við að heyra þessa sögu og honum líður eins og að heimsfréttir síðustu áratuga séu komnar lífslifandi í heimsókn og sitji nú á spjalli við eldhúsborðið hans. Hann lagði ósjálfrátt hendina yfir skjálfandi vinstri hendi Fatimu og spyr með mjúkri röddu… en þú lifðir þetta af, hver var það sem kom og bjargaði þér?
Ég… ég, hreinlega veit það ekki, ég var meðvitundarlaus og svo rankaði ég við mér, rúmlega fimm sólahringum seinna á kaþólsku sjúkrahúsi í Beirút. Fótleggjalaus og það voru líka litlar sprengju flísar fastar í mér út um allt og þar fyrir utan var ég hálf heyrnarlaus eftir sprenginguna í bílnum.
Ég var svo rugluð og hélt fyrst að ég væri dáinn og að ég músliminn, hefði lent fyrir slysni í röngu himnaríki, því það var fullt af hjúkrunarkonum í nunnuklæðum sem svifu hljóðlaust eins og englar allt í kringum mig, segir Fatima og hlær við.

Gott að fá loksins að segja þér frá þessu, segir Fatima og Þórólfi fannst skyndilega að hans eigin barnæskuvandræði væru smámunir í samanburði við þessar hörmungar. Doddi… ég veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra þetta fyrir þér, en í fyrsta skiptið á ævinni líður mér eins og ég sé bæði frjáls og örugg, hér hjá þér á Íslandi.
Maður kannski áttar sig ekki á því sem barn hvað þessi orð þýða í rauninni, því maður hefur engan samanburð, hræðsla og óöryggi verður einhvern veginn sá hversdagsleiki sem maður elst upp í….
Já hugsar Þórólfur, sem þekkir sig svo vel í þessari tilfinningu.
Veistu hvað PTSD er Doddi? Spyr Fatima hispurslaust.
Jú, ég veit hvað “Post-traumatic stress disorder” er, svarar Þórólfur og dregst inn í minningar um að hafa Googlað mikið um þetta fyrirbæri sem átti svo vel við hans eigin líðan og hann varð einnig mjög svo hissa, þegar hann las samtímis, að börn sem búa við mikið óöryggi og stress, fá oft á sínum fullorðinsárum sömu sálrænu vandamál og fólk sem kemur frá stríðshrjáðum löndum.
Eftir að ég kom til Íslands þá gat ég loksins slappað af, hausinn á mér sagði að ég væri ekki lengur í bráðri lífshættu, en líkaminn var algjörlega fastur í þessum flótta stress viðbrögðum. Mig byrjaði að dreyma mikið um æskuárin í Aleppo, um bróðir minn og foreldra mína, sem líklega voru ein af þeim fyrstu sem voru tekin af lífi, þegar borginn féll vorið 2016.
Barnalegir draumar sem byrjuðu oft fallega, enduðu alltaf í martröð, um stríð, flótta og hauslausan bróðir. Ég vaknaði oftast öskrandi og mér fannst ég vera algjörlega ein og yfirgefin. Svo hitti ég þig og okkar Lego og Star Wars samverustundir og spjall um daginn og veginn hafa hreinlega bjargað lífi mínu og andlegri heilsu.
Suma daga var ég eins og smákrakki og gat vart beðið eftir því að þú kæmir heim úr vinnunni.
Þökk sé þér, líður mér loksins betur og ég get séð fyrir mér framtíð sem mig dreymdi um í þessi 9 ár sem ég var í Beirút. Ég sé fyrir mér að geta loksins klárað læknisfræðinámið og svo get ég kannski síðan unnið sem bæklunarlæknir í góðri samvinnu við Össur h/f. Þetta Íslenska fyrirtæki gaf mér ekki bara gervifótlegg, heldur einnig opnaði augu mín um að til væri friðsælt land á norðurhjara veraldar og veistu hvað Doddi…
… Boðskapurinn um náungakærleik er sá sami í öllum heimsins trúarbrögðum!

Fyrstu árin í Beirút voru hræðileg, ég var nýbyrjuð að staulast um fótaleggjalaus á hækjum þegar næsta áfall kom með fréttum af örlögum foreldra minna og þá hvarf endanlega úr mér öll lífslöngun. Í fleiri ár leit ég út eins og lifandi lík í löskuðum líkama og ég man varla neitt frá þessum árum annað en að ýmis hjálparsamtök gripu mig í fallinu aftur og aftur.
Þetta er skrítin borg Doddi, þarna eru öll heimis trúarbrögð, bæði af sögulegri hefð og einnig gegnum allt flóttafólkið, sem hafur sótt sér skjól í Beirút í fleiri áratugi. Ég tók svo eftir því að fólk var ekkert að tala mikið um trúarbrögð og ég hitti enga trúboða heldur.
Bara gott fólk sem vildi hjálpa mér og öðrum, sá sem hjálpaði mér mest var t.d. Tælenskur búddista munkur, hans góðmennska hjálpaði mér að vilja lifa aftur. Gegnum sambönd hans við ýmis Norræn hjálparsamtök, fékk ég svo þennan íslenska fótlegg, sem vakti athygli mína á Íslandi. Það voru síðan Sænsku Rauða kross samtökin sem hjálpuðu mér seinna að sækja um hæli hér af mannúðarástæðum, því ég var í rauninni algjörlega pappírslaus flóttakona, sem gat ekki sannað að ég væri frá Sýrlandi. Mér skilst að Norðurlöndin fimm séu í góðri samvinnu og skipti árlega á milli sín nokkrum svona eins og mér sem þurfa sérfræðilæknis aðstoð o.fl.
Eins og ég hef oft nefnt við þig áður, þá finnst mér vera einhver guðdómleiki yfir öllum þessum einkennilegu tilviljunum sem hafa leitt mig alla leið hingað til Íslands, einhverskonar “Divine Intervention!”
Ég er samt ekkert sérstaklega trúuð kona og gæti allt eins núna trúað á heillagleikann í lækningamætti Lego og Star Wars og mér er svo sem alveg sama hvaða nafn fólk vill setja á þennan eða þessa guði sem hafa hjálpað mér.
Ert þú kannski kristinn og trúaður maður Doddi?
Eh, nei, en ég er samt bæði skírður og fermdur minnir mig.
Ég er líklega að spyrja of snemma, en ég er að spá í að jólin eru að nálgast, ferð þú alltaf til fjölskyldunnar þinnar í jólafríinu þínu?
Nei, ég á eiginlega enga nána ættingja… eða jú, en þeir búa fyrir norðan og ég held aldrei neitt sérstaklega upp á jólin. Ég er yfirleitt bara einn heima og tek það rólega.
Ók, mig langar svo að bjóða þér í mat á aðfangadag, ég ætla að elda kalkún eins og mamma gerði alltaf á okkar nýársdag.
Já takk Fatima, mér lýst vel á það.
🎶 Jólin koma… 🎶 Jólin koma…
Vinnufélagar Þórólfs tóku eftir því í fyrst í lok nóvember að hann virtist ekki vera í sínu árlega Jólagrinch skapi og setti engan kraft í að blóta jólunum í sand og ösku þetta árið og þegar hann var inntur eftir þessu, þá svaraði hann bara: Æi strákar, Ég nenni ekki að standa í þessu lengur og svei mér þá er mig farið að hlakka til jólanna þetta árið.
Í byrjun desember fóru 5 rafvirkjar frá fyrirtækinu að vinna við stórt og mikið hótel verkefni nálægt Hvolsvelli og vinnuhesturinn Þórólfur Valdimarsson var auðvitað ómissandi í þá vinnu. Þetta var verkefni sem þeir urðu að klára fyrir jól, svo þeir gistu á staðnum alla virka daga og verkstjóri hópsins sem og allir hinir líka, tóku eftir því að Þórólfur var hálf viðutan og ómögulegur í vinnu, því hann var stanslaust að kíkja í símann sinn, sí- lesandi og skrifandi smáskilaboð langt fram á kvöld.
Verkstjórinn tekur hann á eintal og spyr:
Þórólfur minn… er ekki allt í lagi hjá þér og þinni fjölskyldu, eru einhver vandræði eða veikindi í gangi?
Nei, nei, ekkert svoleiðis, ég er bara mikið að spjalla við vinkonu mína.
Nú, ertu komin með kærustu?
Nei, við eru bara mjög góðir vinir.
Það er merkileg vinátta, ef maður er vart vinnuhæfur og skrifar skilaboð 100 sinnum á dag, getur það verið að þessi svokallaða vinátta heiti kannski eitthvað annað Þórólfur minn.
Ha, hvað meinarðu?
Saknarðu hennar alla daga? Já
Er hún það fyrsta sem þú hugsar um þegar þú vaknar? Já… og hvað?
Halló Þórólfur!
Hvað heitir þessi tilfinning?
Hverskonar spurningar eru þetta eiginlega, svara Þórólfur pirraður og vill helst komast úr þessu skrítna samtali sem allra fyrst.
Þórólfur!
Þú er ástfangin!
Hefurðu aldrei verið það áður?
Honum brá nokkuð við að heyra þetta orð. Er ég ástfangin? Ha er ég fangaður af ást… Náði hann að hugsa og þá festist hann algjörlega í bókstaflegri meiningu orðsins, því þetta voru svo nýjar tilfinninga hjá manni sem hafði aldrei fengið að upplifa ást eða hvað þá finna að hann væri elskaður.
Hm… Já, þetta er líklega alveg rétt hjá þér, svaraði Þórólfur að lokum, en ég er bara svo óöruggur um hvort að hún elski mig!
Hún Fatima mín er mjög svo óvenjuleg kona.
Þórólfur minn, segir verkstjórinn hughreystandi, allar konur eru óvenjulegar, en þær eru oftast duglegar við að sýna okkur karlmönnum í verki að þær elski okkur, við karlar erum bara svo vitlausir, að við sjáum oft ekki þetta augljósa atriði.
Þeim tókst að klára þessa vinnutörn seinnipartinn á Þorláksmessu og Þórólfur var svo þreyttur og illa til hafður þegar hann kom heim um kvöldið, að hann hafði ekki orku í að heilsa upp á Fatimu. Hann sofnaði snemma með mikla tilhlökkun í huga og hjarta í að fá loksins að hitta hana á aðfangadag.
Gleðileg jól, elsku Þórólfur minn!
Sagði hún á góðri íslensku um leið og hann kom til hennar og hún faðmaði hann innilega og kyssti hann samtímis á kinnina. Þórólfi brá ekki bara við þessar innilegu móttökur, heldur einnig yfir því að það var svo sterk alíslensk jólalykt þarna og svo stóð hann eins og negldur við gólfið og gapti stóreygður á allt sem hann sá í þessari yfirþyrmilega of mikið jólaskreyttu litlu kjallaraíbúð.

Orð verkstjórans góða ómuðu í hausnum á Þórólfi: “Hún mun sýna það í verki að hún elski þig” hærra en Baggalúts jólalagið, “nú mega jólin fara fyrir mér,” sem streymdi úr BlueTooth hátalaranum sem hann gaf henni í febrúar.
Mér finnst þetta svo fallegt jólalag, sagði Fatima dansandi glöð við eldavélina og svo söng hún með líka. 🎶 Dú, dúdú, dú 🎶… Fann þetta lag á netinu og sá að það er greinilega mikið spilað um jólin, um hvað eru þeir að syngja Doddi?
Þórólfur er eiginlega enn algjörlega orðlaus yfir þessu öllu sem hann sér og heyrir og svarar mumlandi: Þetta er svolítið skrítið jólalag, erfitt að þýða þennan texta…
En Fatima, hvernig fórstu að þessu?
Hvar fannstu allt þetta jólaskraut?
Heyrðu, það er alveg með eindæmum hvað þið Íslendingar eru góðhjartaðir, ég fór í Góða Hirðirinn og ætlaði að kaupa smá jólaskraut, en svo áttaði ég mig á því að ég veit akkúrat ekkert um Íslensk jól, hef bara séð Amerískar jólabíómyndir.
Fór svo að tala við eina af afgreiðslustúlkunum og sagði henni hvað þú værir búinn að vera góður við mig allt þetta ár og að mig langaði svo til að gefa þér falleg jól í jólagjöf. Hún varð svolítið stressuð yfir þessum spurningum mínum og talaði ekki svo góða ensku, en svo kom allt í einu bláókunnug yndisleg kona sem hafði heyrt samtalið og bauðst til að hjálpa mér. Svo byrjaði hún að draga mig um alla búðina og tala um jólin og allt sem þeim fylgja og setti jafn óðum allskyns jólaskraut í innkaupakörfuna mína, en svo varð ég að grípa inn í þetta óðagot á henni og sagði eins og er að ég hefði ekki efni á kaupa svona mikið.
Já, einmitt sagði hún og svo eitthvað “Thetta redast” minnir mig.
Heyrðu hvar áttu heima Fatima?
Ég ætla að hringja í saumaklúbbs vinkonur mínar og svo komum við bara í heimsókn til þín með fullt af jólaskrauti. Trúðu rúðu mér Doddi, kvöldið eftir komu þær 6 saman vinkonurnar með 10 stóra kassa af allskyns jóladóti og þær vissu greinilega ekki að ég byggi ein í lítilli kjallararíbúð. Það var auðvitað ekki hægt að koma þessu öllu fyrir hér, svo ég setti afganginn inn í geymsluna þína, þannig að þú getur líka haft jólalegt heima hjá þér.
Ég sagði þeim frá öllu, þú veist eins stelpur gera þegar þær hittast, Lego, Star Wars… og svo sýndi ég þeim geymsluna og allt þetta sem þú hefur gefið mér. Þær vilja endilega fá að kynnast þér og okkur er boðið í áramótapartý í Hafafjord, sagði ég þetta rétt, veistu hvar þetta er?
Guð minn almáttugur og Jesús Kristur líka, hugsar Þórólfur og ef eitthvað var eftir af Jólagrinch púkanum í hans aumu sál, þá dó hann á þessu augnabliki. Þessi kona er alveg ótrúleg og hún sem er ekki einu sinni kristinn, vill samt gefa mér falleg Íslensk jól…
Fatima sér að tárin renna í stríðum straumum niður í skeggið á þessum stóra herðabreiða manni, sem aldrei hafði látið sér dreyma um að einhver gæti elskað hann svona ótrúlega mikið.
Is everything Ok?
I just wanted to give you real Icelandic Christmas, because I love you so much!
Að þessum ensku orðum sögðum, lá ekki lengur ást þeirra til hvors annars bara á milli þeirra í loftinu, líkt og ósýnileg og óáþreifanleg góð jólalykt.
Fatima, I love you to!
Gleðileg jól elskan mín og svo dró Þórólfur hana til sín og þau föðmuðust og kysstust lengi, lengi, lengi…
The End
og Gleðileg jól.
Höfundur:
Jón Ólafur Björgvinsson .

Ef:
Ef mættum við lifa í samlyndi og sátt
Hve stórkostlegt líf gæti mannkynið átt
Í stað þess að vinna hvert öðru mein
Við myndum byggja saman betri heim
Ef mannvit og kærleikur mætti öll ráð
Mannanna vega, þá til væri sáð
Visku og gleði á volaðri jörð
Um vináttu og frelsi við stæðum vörð
Við myndum vinna öll sem eitt
Að bjartari framtíð og friði á jörð
Við myndum vinna öll sem eitt
Að bjartari framtíð, friði og kærleik á jörð
Ef ofar við settum auðlegð og frægð
Gæsku og visku, já andlega stærð
Tortryggni og sjálfselska hyrfi að sjálfu sér
Öfund og afbrýði yrði hlægileg
Ef mannvit og kærleikur mætti öll ráð
Mannanna vega, þá til væri sáð
Visku og gleði á volaðri jörð
Um vináttu og frelsi við stæðum vörð
Við myndum vinna öll sem eitt
Að bjartari framtíð og friði á jörð
Við myndum vinna öll sem eitt
Að bjartari framtíð, friði og kærleik á jörð
Ef við mættum að því vinna
Í ѕameiningu finna
Hаmingju og frið á jörð.
Sjá meira söguefni og greinar eftir sama höfund hér:
https://trolli.is/author/nonni/
Forsíðu ljósmynd sem og aðrar myndir:
Eru búnar til með gervigreind frá Microsoft Designer.
ATH. Bent á ýmsar heimildir gegnum vefslóðir í sögunni.




