Nú býðst íbúum 60 ára og eldri að ganga inni í íþróttahúsum Fjallabyggðar yfir vetrarmánuðina. Um er að ræða frábært tækifæri fyrir þá sem vilja hreyfa sig reglulega en treysta sér ekki alltaf út í kulda, hálku eða óstöðug veðurskilyrði.
ÍÞróttahús Siglufirði: Mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 11:00–12:00
Íþróttahús Ólafsfirði: Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 11:00-12:00
Innigangan verður í boði til 31. maí 2025.

