Páll Óskar Hjálmtýsson er löngu landskunnur fyrir tónlist sína, fágaða og fjörlega framkomu.

Palli er mikill stuðbolti og verður með “Pallaball” á Eldi í Húnaþingi, laugardaginn 27. júlí, í Félagsheimilinu á Hvammstanga.

Óhætt er að reikna með miklu stuði á þessu “Pallaballi” eins og þeir vita sem til þekkja.

Þetta verður í fyrsta skipti sem Palli spilar á Hvammstanga, og boðskapurinn er einfaldlega: “ÞAR ER PARTÝ ÚT UM ALLT!”.