Nú er komið að einni af notalegustu hefðum ársins – jólakveðjurnar eru farnar að hljóma í dagskrá FM Trölla.
Undanfarin ár hafa fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar sent hlýjar kveðjur til vina, viðskiptavina, vandamanna og hlustenda FM Trölla, og heldur sú fallega hefð áfram þessi jól.
Jólakveðjurnar eru lesnar upp tvisvar á klukkustund, yfirleitt um 10–15 mínútum yfir og 15–20 mínútum fyrir heila tímann, frá og með 21. desember.
Kveðjurnar koma í köflum, nokkar í senn og heyrast daglega á mismunandi tímum, svo allir fá að njóta.
Allar kveðjurnar verða einnig lesnar upp í heild sinni, með stöku jólalagi inn á milli,
✨ á aðfangadag og nýársdag kl. 13:00
✨ og á jóladag kl. 11:00
FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga og á Hvammstanga og nágrenni.
Hægt er að hlusta á FM Trölla út um allan heim með því að smella á “hlusta” efst á síðunni eða hér: Hlusta
Minnum sjómenn og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is

