Flugeldasala Björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði hefst á morgun, 28. desember, og fer fram í húsnæði sveitarinnar að Tjarnargötu 18. Sala flugelda er mikilvægur hluti af fjáröflun sveitarinnar og rennur allur ágóði til reksturs, þjálfunar og endurnýjunar búnaðar sem nýtist við björgunarstörf allt árið um kring.
Opnunartími flugeldasölunnar fram að áramótum er sem hér segir. Sunnudaginn 28. desember verður opið frá klukkan 17 til 20. Mánudaginn 29. desember verður opið frá klukkan 15 til 21. Þriðjudaginn 30. desember verður opið frá klukkan 12 til 22. Á gamlársdag, 31. desember, verður opið frá klukkan 10 til 15.
Íbúar og gestir eru hvattir til að styðja við starfsemi Björgunarsveitar Stráka með því að kaupa flugelda hjá sveitinni og leggja þannig sitt af mörkum til öryggis og viðbragðs á svæðinu. Einnig er hægt að kaupa flugelda á netinu á vefnum strakar.flugeldar.is (netverslunin opnar 28. desember)

