Þann 24. Júní síðastliðinn varð Guðrún Árnadóttir áttræð.

Haldin var veisla henni til heiðurs á Hótel Rangá þar sem afkomendur og vinir Gunnu Árna eins og hún er jafnan nefnd og Arnars Ólafssonar eiginmanns hennar til 48 ára, hittust og áttu góða kvöldstund saman.

Gunna og Addi eiga samanlagt 8 börn, 26 barnabörn og 11 barnabarnabarnabörn.

Snæddur var glæsilegur kvöldverður og var bæði kjöt og fiskur á boðstólnum, kaffi og ís á eftir.

Þau hjónin eyddu svo nóttinni í svítu hótelsins sem var gríðarlega flott.

Trölli.is óskar Guðrúnu hjartanlega til hamingju með stórafmælið.

Víbekka Arnardóttir, Soffía Arnarsdóttir, Örn Arnarson, Árni Arnarson og Andri Hrannar Einarsson ásamt móður sinni, Guðrúnu Árnadóttur

Gunna Árna lætur ekkert stoppa sig, ekki einu sinni ísbjörn


Myndir: aðsendar