Jólaball Siglfirðingafélagsins var haldið í gær, laugardaginn 27. desember klukkan 15 í sal KFUM og K við Holtaveg.
Um er að ræða árlegan og vinsælan viðburð sem ætlaður er allri fjölskyldunni og hefur lengi verið fastur liður í jólahaldi félagsins.
Hljómsveitin Fjörkálfarnir ásamt jólasveinum sáu um skemmtun á ballinu og var notaleg stemning fyrir bæði börn og fullorðna. Gestum var boðið upp á heitt súkkulaði og vöfflur með rjóma og börnin fengu nammigjöf frá sjálfum jólasveininum.
Eins og sjá má á myndunum höfðu allir gaman að þessari samverustund Siglfirðingafélagsins.







Myndir: Leó Ólason




