Kvennalið Blakfélags Fjallabyggðar hélt suður um síðustu helgi þar sem liðið tók þátt í annarri túrneringu tímabilsins í 3. deild. Alls lék liðið fimm leiki yfir helgina og gekk keppnin vel, bæði hvað varðar spilamennsku og úrslit.

Með góðri frammistöðu tókst liðinu að halda sæti sínu í efri hluta deildarinnar og er staðan því jákvæð þegar líður á tímabilið. Úrslitahelgi deildarinnar fer fram í mars og þá liggur leið liðsins austur á Neskaupsstað þar sem lokaátökin fara fram.

Á meðfylgjandi mynd eru, í neðri röð frá vinstri: Sylvía Rán Ólafsdóttir, Anna Brynja Agnarsdóttir, Sigurlaug Guðjónsdóttir, Dagný Finnsdóttir.

Efri röð frá vinstri: Ólafur Björnsson þjálfari, Svava Stefanía Sævarsdóttir, Brynhildur Ólafsdóttir, Berglind Gylfadóttir og Valgerður Þorsteinsdóttir.

Mynd: facebook / Blakfélag Fjallabyggðar