Húnaþing vestra auglýsir laust starf á fjármála- og stjórnsýslusviði. Um er að ræða 100% stöðu og eru launakjör samkvæmt kjarasamningi stéttarfélags viðkomandi og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf 1. apríl nk.

Helstu verkefni:

  • Umsjón með bókhaldi Húnaþings vestra, þ.m.t. bókun og útsendingu reikninga.
  • Launavinnsla.
  • Símsvörun og önnur þjónusta við viðskiptavini.
  • Önnur tilfallandi skrifstofustörf í samráði við yfirmann.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af skrifstofustörfum.
  • Bókhaldsreynsla.
  • Reynsla af Navision eða öðrum bókhaldskerfum er kostur.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Greiningarhæfni og nákvæmni.
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur.
  • Góð íslenskukunnátta til að tjá sig í ræðu og riti.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsóknarfrestur er til og með 1. mars nk. Umsækjendur skulu senda umsóknir til Elínar Jónu Rósinberg, sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs (ellajona@hunathing.is), sem veitir einnig nánari upplýsingar um starfið í tölvupósti eða í síma 455 2400. Umsókn skal innihalda starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi þar sem er gerð grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið.