Á föstudaginn langa fór fram paramót í blaki, í Íþróttahúsinu á Siglufirði, en það var haldið til styrktar strandblaksvellinum á Siglufirði.

Mótið er árlegt, en fyrsta mótið fór fram árið 2012. Þátttaka á mótinu í ár var góð, 23 pör mættu til leiks og spilaði hvert par sjö hrinur upp í 15 stig.

Mótið fór þannig fram að þrjú og þrjú pör voru saman í lið og var dregið í lið fyrir hverja hrinu. Góð stemming var í íþróttahúsinu og mikil spenna enda vegleg verðlaun í boði. Spennan var mikil fyrir síðustu hrinuna en að lokum voru það Anna Hermína og Amelía Rún sem sigruðu með 101 stig. Þær fengu glæsileg gjafabréf frá Sigló Hótel.

Fjölmargir glæsilegir happdrættisvinningar voru dregnir út í mótslok og fengu margir keppendur flotta vinninga sem Siglufjarðar Apótek, Olís og Genís gáfu til mótsins.

 

Sjá einnig facebooksíðu Blakfélags Fjallabyggðar

Forsíðumynd: Blakfélag Fjallabyggðar