Kjör íþróttamanns Dalvíkurbyggðar 2020 hefur farið fram.

Það var Sveinn Margeir Hauksson sem varð fyrir valinu í ár en hann hefur stundað knattspyrnu undanfarin ár með afar góðum árangri. Á þessu ári var hann til að mynda kjörinn efnilegasti leikmaður KA.

Hann hlaut einnig á dögunum Böggubikarinn sem er farandbikar sem veittur er einstaklingum, pilti og stúlku, á aldrinum 16-19 ára sem þykja efnileg í sinni grein en ekki síður mjög sterk félagslega. Einstaklingum sem eru til fyrirmyndar á æfingum og í keppnum og eru bæði jákvæð og hvetjandi.

Einnig voru á dögunum veittir styrkir úr afreks- og styrktarsjóði til iðkenda og íþróttafélaga og voru þeir í eftirfarandi röð:

a) Ingvi Örn Friðriksson vegna ástundunar og árangurs í kraftlyftingum
b) Þormar Ernir vegna ástundunar og árangurs á sviði æskulýðs- og félagsmála
c) Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar vegna helgarnámskeiðs hjá knattspyrnuakademíu Norðurlands
d) Skíðafélag Dalvíkur vegna uppbyggingar skíðagönguíþróttarinnar í Dalvíkurbyggð

Mynd/Dalvíkurbyggð