Frá og með mánudeginum 18. janúar 2021 verður skrifstofa Fjallabyggðar opin þeim er þurfa að reka þar erindi eða sækja þjónustu stjórnsýslu sveitarfélagsins.

Í gildi verður grímuskylda og tveggja metra regla, fólk er beðið um að gæta vel að þeim þáttum. Við erum öll almannavarnir.

Þrátt fyrir opnun þá er áfram hvatt til þess að erindi, fyrirspurnir og ábendingar séu send til sveitarfélagsins með rafrænum hætti eftir því sem kostur er.

Á heimasíðu Fjallabyggðar, fjallabyggd.is, má nálgast umsóknir, gildandi reglur, og sækja um ýmsa þjónustu í gegnum íbúagátt (Rafræn Fjallabyggð) sem finna má á síðunni. Þar má einnig nálgast netföng starfsmanna og ýmsar aðrar gagnlegar upplýsingar.

Elías Pétursson
bæjarstjóri