Nýverið gaf Gottskálk Kristjánsson eða gotti k út nýtt lag á öllum helstu streymisveitum eins og Spotify, iTunes, Amazon Music, Tidal ofl. Lagið heitir Border of Insanity (Rise Above).

Eins og oft áður kom lagið við gutl á kassagítarinn og small saman laglína og gítarspilið fljótlega. Textinn var settur saman seinna, en hann fjallar um baráttu sem margir heyja við að toga sig út úr geðveikinni sem á sér stundum stað í heiminum.

gotti k spilar á öll hljóðfærin í laginu fyrir utan trommur þær voru græjaðar af trommuleikara í Grikklandi. Lagið var svo mixað og masterað í Svíþjóð. 

gotti k fæddist og ólst upp á Siglufirði og bjó í Lækjargötu 6c. Foreldrar hans eru Stjáni Elíasar og Systa Eiðs. gotti k er búsettur í Varsjá í Póllandi ásamt fjölskyldu sinni og líkar gríðarlega vel. Tónlistin hefur alltaf heillað og sérstaklega að semja og taka upp eigin tónlist.

Það má finna 4 lög sem gotti k hefur gefið út undanfarið og nokkur til viðbótar á Youtube rásinni hans. 

Hérna má finna nýjasta lagið Border of Insanity á:
Spotify : https://open.spotify.com/track/2YM5Pg…
og á Youtube: https://www.youtube.com/watch?v=1v7zdKI4oJo
Fleiri lög á Spotify artist page: https://open.spotify.com/artist/4YUB5HMRNx0tihjA8FkNVHog á Youtube channel: https://www.youtube.com/channel/UCxeqTi4M6OIohPhA2ENwanA

Mynd/aðsend