Menntun og þjálfun er stór partur í starfi björgunarsveita.
Um helgina luku sex félagar í Björgunarsveitinni Strákum á Siglufirði og einn frá Björgunarsveitinni Tindi í Ólafsfirði helgarnámskeiði í fjallamennsku 2 við Björgunarskóla Landsbjargar.
Eins og myndirnar bera með sér þá hafa æfingarnar verið krefjandi og á eftir að nýtast sveitunum vel í náinni framtíð við björgunarstörf.
Meðfylgjandi myndir eru frá námskeiðinu.
Myndir: Björgunarsveitin Strákar