Í dag, fimmtudaginn 20. ágúst, verður haldinn samráðsfundurinn „Að lifa með veirunni“ sem heilbrigðisráðherra efnir til í samvinnu við forsætisráðuneytið og dómsmálaráðuneytið.

Streymt verður frá fundinum á vef Stjórnarráðsins og hér.

Hægt er að taka þátt í umræðunni á vefnum Slido eða í appinu, aðgangskóðinn er #65760

Heilbrigðisráðherra í samvinnu við forsætis- og dómsmálaráðuneytið efnir til samráðsfundar í formi vinnustofu í dag, fimmtudaginn 20. ágúst um áframhaldandi aðgerðir vegna Covid-19 til lengri tíma litið. Efnt er til samráðsins í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis.

Streymt verður beint frá fundinum sem markar upphaf samráðsins en afraksturinn verður birtur í samráðsgátt stjórnvalda. Markmiðið er að stilla saman strengi og móta áherslur og leiðarljós sem geti nýst í áframhaldandi vinnu við mótun aðgerða vegna Covid-19 á næstu misserum. Við vitum ekki hve lengi kórónaveiran verður áhrifavaldur í samfélaginu og verðum að búa okkur undir að lifa með henni til lengri tíma. Því er víðtækt samráð sem þetta mikilvægt.

Vegna sóttvarna er fjölda þátttakenda á fundinum þröngur stakkur skorinn. Til að gefa sem flestum kost á að fylgjast með verður streymt beint frá fundinum á vef Stjórnarráðsins og einnig mun RÚV sýna beint frá fundinum á RÚV 2.

Nánari upplýsingar um efni og markmið fundarins má lesa um í blaðagrein Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra Samtal um leiðarljós.

Samráðsfundur á Hótel Hilton Nordica 20. ágúst kl. 9-13 
Fundarstjóri: Bergur Ebbi Benediktsson rithöfundur 
Verkefnistjóri: Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir (Landspítala)

Dagskrá

08:30 Skráning og morgunkaffi  
09:00Opnun
09:10Ávarp heilbrigðisráðherra
09:20Örerindi  Bergur Ebbi BenediktssonGuðrún Johnsen hagfræðingur   
– Hagræn áhrif CovidHenry Alexander Henryson heimspekingur  
– Að lifa heimspekilega með veirunniSteinunn Gestsdóttir aðstoðarrektor HÍ 
– Velferð og menntun barna og ungmenna á tímum CovidUna Hildardóttir forseti LUF 
– Framtíðin og Covid  
10:30VinnuhóparHeilsa og heilbrigðisþjónusta (salur D)Menning, íþróttir og dægradvöl (salur H)Menntun (salur I)Atvinnulíf (salur F)Almannaöryggi (salur G)Velferð (stóri salur)
11:50Samantekt borðstjóra
13:30Pallborð Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra Alma D. Möller landlæknirÞórólfur Guðnason sóttvarnalæknir  Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra.  
12:50Lok fundar og næstu skref

Aðsent.