Í dag, þriðjudaginn 2. maí er aðalfundur Knattspyrnufélags Fjallabyggðar. Fundurinn hefst kl. 18:00 í Vallarhúsi KF í Ólafsfirði.
Örn Elí segir meðal annars á facebooksíðu sinni “jæja þá er loksins komið að því. Ég hvet alla áhugamenn um knattspyrnu í Fjallabyggð til þess að mæta á Aðalfund félagsins á Þriðjudaginn 2. Maí klukkan 18:00.
Ekki væri verra ef einhverjir vilja bjóða sig fram í stjórn eða ráð og hjálpa til við að koma knattspyrnunni í Fjallabyggð á næsta stig. Þó það væri ekki nema að mæta til þess eins að fá sér kaffi. Þetta er skemmtileg sjálfboðavinna sem er einnig mjög krefjandi og hentar vel harð duglegum Fjallbyggðingum.
Í meistaraflokksráð er bráð nauðsyn á að fá inn ekta Siglfirðing þar sem það er skortur á þeim í því ráði. Ekki væri þá verra að fá inn kvenmenn til þess að losna við hrútalyktina á skrifstofunni. Svo finnst mer þær lika yfirleitt mikið skemmtilegri og skipulagðari en við limhafar.
Að öllu gríni slepptu, mætið og takið þátt. Þetta er fáránlega gaman. Starfið gengur vel en alltaf má gott bæta”.