Aðalfundur Leikfélags Fjallabyggðar var haldinn í gærkveldi, í Menningarhúsinu Tjarnarborg Ólafsfirði, að loknum fótboltaleik Íslands og Króatíu.
Sumir fundarmenn voru nokkuð þrekaðir eftir leikinn en létu sig þó ekki vanta á aðalfund LF.

Stjórn LF í upphafi fundar – formaðurinn að lesa upp skýrslu stjórnar.
Fundurinn var líflegur en frekar fámennur og fram fóru venjuleg aðalfundarstörf, skýrsla stjórnar og reikningar lagt fram sem var samþykkt einróma.
Litlar breytingar urðu á stjórn félagsins, Daníel Pétur Daníelsson lætur af stjórnarmennsku og Gunnar Smári Helgason var kosinn í hans stað.
Þuríður Sigmundsdóttir verður áfram formaður LF.

Núverandi stjórn LF. Frá vinstri: Gunni Ása, Víbekka Arnar, Þuríður formaður, Guðrún Unnsteins og Gunnar Smári
Trölli.is