Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu Mexíkó súpu Krónunnar vegna aðskotahlut sem fannst í einni sölueiningu. Fyrirtækið hefur innkallað súpuna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

Eingöngu er að verið að innkalla eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vörumerki: Krónan
  • Vöruheiti: Mexíkósk kjúklingasúpa
  • Geymsluþol: Best fyrir 17.09.2025
  • Nettómagn: 1 l
  • Framleiðandi: Icelandic Food Company ehf., Vatnagörðum 6, 104 Reykjavík
  • Framleiðsluland: Ísland
  • Dreifing: Verslanir Krónunnar um land allt

Neytendur sem keypt hafa vöruna skulu ekki neyta hennar heldur farga eða skila til verslunarinnar.