Matvælastofun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af mexíkóskri kjúklingasúpu merkt Krónunni vegna aðskotarhlutar (glerbrots). Fyrirtækið með hjálp heilbrigðiseftirlitsins hefur innkallað súpuna. Matvælastofnun fékk upplýsingar frá heilbrigðiseftirlitinu í Reykjavík um innköllunina.

Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi lotu:

  • Vörumerki: Krónan
  • Vöruheiti: Mexíkósk kjúklingasúpa
  • Strikanúmer: 5694311800470
  • Vörunúmer: 14335
  • Nettó þyngd: 1 lítri
  • Framleiðsludagur: 06.11.2020
  • Best fyrir: 06.03.2021
  • Framleiðandi: IMF ehf.
  • Framleiðsluland: Ísland
  • Dreifing: Verslanir Krónunnar

Viðskiptavinum sem hafa verslað vöruna í framangreindum verslunum er bent á að skila þeim í viðkomandi verslun. Nánari upplýsingar veitir IMF ehf., imfehf@imfehf.is.

Ítarefni

Skoða á mast.is