Þórarinn Hannesson forstöðumaður Ljóðaseturs Íslands kom í viðtal í þáttinn Tíu dropa á FM Trölla í gær. Þar sagði hann frá því að aðsóknarmet hafi fallið um helgina í gestafjölda í Ljóðasetri Íslands.
Gaman er að segja frá því að á meðan hann var í viðtalinu á efri hæð Ljóðasetursins þar sem stúdíó FM Trölla er til húsa, komu um 20 Ítalir inn um dyrnar til að skoða setrið. Hægt er að hlusta á viðtalið: Hér
Viðtalið byrjar á 91 mín.
Aðsókn að Ljóðasetrinu hefur aldrei verið meiri á einu ári. Árið 2015 komu 1310 gestir í Ljóðasetrið en nú eru þeir orðnir 1330. Stefnt er að því að gestir setursins í ár verði yfir 1500.
Opið hefur verið í um 200 klst. það sem af er ári svo að meðaltali hafa gestir á hverja klukkustund verið um 6,6.
Þórarinn nefndi nokkra viðburði sem hafa hjálpað til við þessa miklu aðsókn eins og en í byrjun árs kom fjöldi Breta í heimsókn sem komu með beini flugi til Akureyrar með Super Break, ljósmyndasýningu Ljósmyndaklúbbs Fjallabyggðar og um verslunarmannahelgina komu yfir 200 gestir.
Hægt er að skoða opnunartíma, dagskrá og allskonar fróðleik um Ljóðasetur Íslands á facebooksíðu setursins.