Gengið hefur verið frá ráðningu Guðrúnar Óskar Steinbjörnsdóttur í starf aðstoðarskólastjóra Grunnskóla Húnaþings vestra.
Guðrún Ósk er með B.Ed. gráðu frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað við kennslu í Grunnskóla Húnaþings vestra frá árinu 2011. Á árunum 2019-2020 starfaði hún sem ráðgjafi á fjölskyldusviði þar sem hún stýrði m.a. málum nemenda sem glímdu við skólaforðun. Einnig var hún verkefnastjóri við gerð nýrrar og glæsilegrar Menntastefnu Húnaþings vestra sem nýlega leit dagsins ljós.
Skólaárið 2022-2023 var Guðrún Ósk starfandi aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra.