Ævintýravika Umf Glóa er fyrir börn fædd 2013 og 2014 og er á Siglufirði dagana 19. – 23. júlí.

Dagskrá er frá kl. 10 – 12 þessa viku og taka börnin þátt í ýmsum spennandi ævintýrum, má t.d. nefna leiki og þrautir, fjöruferð, sundferð o.fl.

Mæting er við ærslabelginn á Blöndalslóð. Munið að hafa börnin klædd eftir veðri og með smá nesti með sér hvern dag.

Skráningargjald er 5.000 kr., einnig er hægt að nota frístundaávísanir, og greiðist fyrsta daginn.

Umsjónarmaður er Þórarinn Hannesson íþróttakennari og honum til aðstoðar verður Amalía Þórarinsdóttir.

Vakin er athygli á því að börn sem eru í heimsókn í Fjallabyggð geta einnig tekið þátt. Skráning er með skilaboðum á facebooksíðu Umf Glóa. Gefið upp nafn og kennitölu barns.

Meðfylgjandi eru myndir frá Ævintýravikunni í júní.