Húnaþing vesta bendir á af gefnu tilefni að Sorpkör/gámar sem staðsett eru víða í dreifbýlinu eru eingöngu fyrir almennt heimilissorp, annar úrgangur fari í gámastöðina Hirðu. 

Ætlast er til að úrgangur frá rekstri og fyrirtækjum fari annaðhvort flokkað í Hirðu eða að samið sé beint við sorphirðuverktaka um hirðingu.
Sorphirðuverktaki býður upp á ýmiskonar lausnir varðandi ílát og hirðingu.

Meðhöndlun úrgangs er kostnaðarsamur liður fyrir sveitarfélagið og því mikilvægt að íbúar, sumarhúsaeigendur, forsvarsmenn fyrirtækja og aðrir standi saman um flokkun úrgangs og virði það fyrirkomulag sem sveitarfélagið leggur til.

Gámastöðin Hirða, Höfðabraut 34a, Hvammstanga;
Opnunartími Hirðu: þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 14-17 og laugardaga frá kl. 11-15.

Frekari upplýsingar um fyrirkomulag úrgangsmála í sveitarfélaginu má sjá HÉR

Umhverfissvið Húnaþings vestra

 

Mynd/pixabay