Hafnarstjóri lagði fram á 116. fundi hafnarstjórnar Fjallabyggðar og kynnti aflatölur til og með 20. október 2020 með samanburði við fyrra ár.

Á Siglufirði hefur verið landað 16.699 tonnum í 1.690 löndunum en á sama tíma í fyrra hafði verið landað 20.852 tonnum í 1.651 löndunum.

Á Ólafsfirði hefur verið landað 490 tonnum í 281 löndunum, á sama tímabili í fyrra var landað 354 tonnum í 343 löndunum.