Á 147. fundi hafnarstjórnar Fjallabyggðar fór hafnarstjóri yfir tölur um landaðan afla með samanburði við
fyrra ár.

Á Siglufirði höfðu þann 5. september 2024, 8.066 tonn borist á land í 1.138 löndunum,
samtímatölur fyrra árs eru 9.073 tonn í 993 löndunum.

Þá hefur frosinni rækju verið landað samtals 2.292 tonn árið 2024 en 939 tonn árið 2023. Rækjan er ekki inni í löndunartölum.

Í Ólafsfirði höfðu 132 tonn borist á land í 112 löndunum þann 5. september 2024, samtímatölur fyrra árs eru 134 tonn í 121 löndun.