Opnað hefur verið fyrir styrkumsóknir, innsendar ábendingar, tillögur og eða erindi árið 2025.
Umsóknarfresti lýkur á miðnætti þriðjudaginn 24. september 2024. Einungis er hægt að sækja um rafrænt inn á “Þjónustugátt” á heimasíðu Fjallabyggðar.
Tekið er við umsóknum í eftirfarandi flokkum:
- Erindi sem varða fjárhagsáætlanagerð (ábendingar frá íbúum)
- Styrkir til greiðslu fasteignaskatts (félög/félagasamtök)
- Styrkir til menningarmála
- Styrkir til fræðslumála
- Styrkir til reksturs safna og setra
- Styrkir til hátíða og stærri viðburða