Þátturinn Tíu Dropar sem er á dagskrá FM Trölla á sunnudagsmorgnum fellur niður í þetta sinn.

Tröllahjónin Kristín og Gunnar eru upptekin við að losna við Covid sem náði þeim að lokum, þrátt fyrir allar mögulegar og ómögulegar varúðarráðstafanir og fjölmargar bólusetningar.

Æðrist þó eigi því FM Trölli er á sínum stað og hægt að hlusta nánast hvar sem er um víða veröld og vafalítið verða Tíu Dropar komnir á ról að viku liðinni.

FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga, í Skagafirði og á Hvammstanga og nágrenni.

Einnig má hlusta á netinu, hér á trolli.is, í Spilaranum t.d. í Apple TV og ýmsum nýrri sjónvarpstækjum, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com

Minnum einnig á skip.trolli.is sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.