Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 1. janúar 2019, sæmdi forseti Íslands, herra Guðni Th Jóhannesson, 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu.
Meðal þeirra var Agnes Anna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri bruggsmiðjunnar Kalda á Árskógssandi, sem fékk riddarakrossinn fyrir framlag til þróunar atvinnulífs í heimabyggð.
Bruggsmiðjan Kaldi var stofnuð árið 2006 af hjónunum Agnesi og Ólafi, en hugmyndin að bruggsmiðjunni kviknaði hjá Agnesi.
Fyrsta bruggun var 22 ágúst 2006 og fyrsta átöppun var 28 september sama ár.
Formleg opnun var síðan 30 september 2006.
Listi yfir þá sem fengu fálkaorðuna í þetta skiptið er hér fyrir neðan.