Akstur skólarútu tekur breytingum þessa viku og gildir hún til og með 21. ágúst.
Líklegt er að breytingar verði á áætlun þegar Grunnskóli Fjallabyggðar verður settur þann 22. ágúst nk. og verður sú áætlun kynnt innan tíðar.
Ný akstursáætlun skólarútu tekur gildi mánudaginn 25. ágúst nk.
Almennir farþegar eru velkomnir í skólarútu ef sæti eru laus en nemendur grunnskóla, menntaskóla og starfsfólk sveitarfélagsins ganga fyrir sætum, í þessari röð.
