Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg er í góðu samstarfi við Skíðafélag Ólafsfjarðar.
Á facebooksíðu SSS segir.
“Við erum í frábæru samstarfi við Skíðafélag Ólafsfjarðar, þar er gríðarlegur styrkur í gönguskíðaiðkun og þar er búið að græja aðstöðu fyrir gönguskíði þrátt fyrir lítinn snjó (þeir sækja bara snjó ef þess þarf) og um leið og göngubrautin var klár fengum við kall um að koma á æfingu með SÓ krökkunum.
Það er algjör draumur að eiga góða granna.
Skíðaiðkun er frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna eins og í dag meðan krakkarnir æfðu voru mömmurnar að viðra sig og spjalla um allt og ekkert”.
Myndir/Ingibjörg Guðlaug