Hljómsveitin Beebee and the bluebirds var stofnuð af söngkonunni og gítarleikaranum Brynhildi Oddsdóttur árið 2010 og hafa þau verið mjög virk í íslensku tónlistarlífi allar götur síðan þá. Þau hafa meðal annars spilað á Iceland Airwaves, Iceland Naturally, Blúshátíð Reykjavíkur, Reykjavik Guitarama og á tónlistarhátíðum bæði hérlendis og erlendis. Haustið 2019 fóru þau til Svíþjóðar í tónleikaferðalag þar sem þau spiluðu ásamt hinum frábæra hammondleikara Andreas Hellkvist. Tónlistinni þeirra má lýsa sem blöndu af sálar, blús, fönk og rokk tónlist. Þau hafa áður gefið út tvær plötur, en nýverið gáfu þau út lagið „The World of the Witch“

Meðlimir bandsins eru Brynhildur Oddsdóttir fyrrum fiðluleikari, hestakona og tónlistarkennari, söngvari og rafgítarleikari

Siglfirðingurinn Brynjar Páll Björnsson bassaleikari, en hann er sonur þeirra Bjössa Birgis og Álfhildar Þormóðsdóttur og var áður í hinu frábæra bandi Múgsefjun sem auk þess að vera meðlimur í Beebee and the blue birds, spilar núna flest kvöld í húsbandinu á Eymundson á Laugavegi sem er sennilega stærsti pöbb á Íslandi.

Halldór Sveinsson – tónlistakennari, hljómborðs og fiðluleikari frá Hnífsdal, hefur spilað ,eð ýmsum hljómsveitum og eru Árstíðir sennilega þeirra þekktust. Hann hefur stundað klassískt tónlistarnám við Listaháskóla Íslands ásamt jazznámi í Berlín og Tónlistarskóla FÍH. 

Ásmundur Jóhannsson  trommuleikari, hljóðmaður og upptökumaður, en hann er sonur bassaleikarans góðkunna Jóhanns Ásmundssonar úr Mezzoforte og sambýlismaður Brynhildar. Geta má þess að það var hann sem tók upp lagið „Vodka famelý“ með siglfirsku hljómsveitinni Kargo á síðasta ári.

Öll eru þau sprenglærð og/eða þrælsjóuð á tónlistarsviðinu og starfa svo má segja eingöngu við tónlist í dag.


Mynd: skjáskot úr myndbandi