Í dag verða bara spiluð Íslensk Eurovision lög í Gleðibanka Helgu.
Helga mun reyna eins og hún getur að koma þeim öllum fyrir í spilun og verða þau ekki tekin í tímaröð heldur bara alveg handahófskennt.

Gleðibanki Helgu er útvarpsþáttur þar sem allt snýst um Eurovision á FM Trölla á föstudögum kl. 13.

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is.

Á síðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is