Föstudaginn 27. maí heimsótti öldungaráð Landhelgisgæslunnar Síldarminjasafnið og höfðu togvíraklippur af varðskipinu Ægi meðferðis og færðu safninu til varðveislu. Eins og þekkt er voru togvíraklippur helsta vopn Íslendinga í þorskastríðunum og var þeim fyrst beitt þann 5. september 1972. Sigurbjörn Svavarsson, þá 3. stýrimaður á Ægi tók þátt í fyrstu klippingunni var meðal þeirra sem afhentu klippurnar – en í hópnum voru allmargir sem beittu slíkum klippum meðan á þorskastríðunum stóð.

Veiðarfæri voru klippt aftan úr 147 togurum á árunum 1972 – 1975 og klippti Ægir aftan úr flestum þeirra, eða alls 51.

Á myndinni eru þau Anita Elefsen safnstjóri Síldarminjasafnsins, Halldór B. Nellett formaður öldungaráðs LHG, Sigurbjörn Svavarsson sem tók þátt í fyrstu klippingunni, Einar G. Valsson skipherra á Freyju og Auðunn Kristinsson verkefnisstjóri á aðgerðasviði og framkvæmdastjóri siglingasviðs.