Undanfarin ár hefur skipulagður opnunartími Síldarminjasafnsins á Siglufirði miðast við 1. maí – en í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu verður seinkun á sumaropnun safnsins í ár fram til 15. maí. 

Það þýðir þó ekki að safnið sé lokað, síður en svo – heldur framlengjum við það tímabil sem safnið er opið eftir samkomulagi um tvær vikur.

Við hvetjum því gesti okkar til að hafa samband í síma 467 1604 – eða senda okkur tölvupóst á netfangið safn@sild.is til þess að bóka opnun næstu tvær vikurnar. 

Skoða á vef Síldarminjasafns Íslands Siglufirði