Hjúskapur
Af þeim 422 einstaklingum sem stofnuðu til hjúskapar í febrúarmánuði gengu 164 í hjúskap hjá sýslumanni eða 38,9%, 200 giftu sig í Þjóðkirkjunni eða 47,4% og 50 einstaklingar gengu í hjúskap í öðru trú- eða lífsskoðunarfélagi eða 11,8% og loks gengu 8 einstaklingar í hjúskap erlendis.

Skilnaðir
Alls skildu 90 einstaklingar sem eru skráðir í þjóðskrá í nóvember sl. Þar af gengu 74 frá lögskilnaði sínum hjá sýslumanni og 6 gengu frá lögskilnaði sínum fyrir dómi og tíu gegnu frá lögskilnaði sínum erlendis. 

Hér má sjá lista yfir fjölda einstaklinga sem gengu í hjúskap og skildu á árunum 1990 til 2022. 

Ath. tölurnar byggjast á tilkynningum um lögskilnað og stofnun hjúskapar til Þjóðskrár Íslands.

Mynd/pixabay