Íbúasamtökin Byggjum upp Hofsós og nágrenni og Minningarsjóður Rakelar Pálmadóttur keyptu í sameiningu aparólu sem er staðsett á skólalóð Grunnskólans austan vatna á Hofsósi.

Sveitarfélagið styrkti framtakið og greiddi hluta kostnaðar við uppsetningu og frágang rólunnar. Mikil sjálfboðavinna var jafnframt innt af hendi af íbúum á Hofsósi, börnum og fullorðnum, og er þeim þakkað kærlega fyrir.

Nú hafa sjálfboðaliðarnir lokið við að þökuleggja og er fólk beðið um að lágmarka umferð um hólinn fyrst um sinn. Vírinn verður svo settur í róluna um leið og þökurnar þola umgang.

Sjá nánar á Bæjarhátíðin Hofsós heim, 25. – 27. júní 2021

Myndir: Bæjarhátíðin Hofsós heim, 25. – 27. júní 2021