Þriðjudagurinn 31. maí mun marka tímamót í sögu Noregs og Íslands, en þá verður síðasta síldartunnan afhent Síldarminjasafni Íslands.

Tunnan sem um ræðir féll frá borði í síðustu siglingu tunnuflutningaskips með nýsmíðaðar tunnur frá Noregi til Íslands. Íslandsvinurinn Petter Jonny Rivedal bjargaði tunnunni þegar hún rak á land nálægt heimkynnum hans við Hrífudal í Noregi og hefur hann varðveitt tunnuna í 40 ár.

Dagskráin hefst í Róaldsbrakka kl. 15:00 þar sem sendiherrar Íslands og Noregs kynna sögu síðustu síldartunnunnar og formleg afhending fer fram.

Dagskránni líkur með síldarsöltun og bryggjuballi á planinu við Róaldsbrakka.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Mynd/Síldarminjasafnið