Á þorláksmessu var dregið í jólaleik SR Bygg á Siglufirði.

FM Trölli sendi út beint frá drættinum, í þættinum Tíu Dropum á þorláksmessukvöld.

Fyrsti vinningur var að vanda mjög veglegur, LG Soundbar og það var Eva Dögg Ómarsdóttir sem hreppi hann.

Svo var það hún Sigurlaug Hauksdóttir hárgreiðsludama sem hreppti bæði annan og þriðja vinning sem voru brauðrist og skrúfvél.

Fulltrúi Sýslumanns, Halldór Þormar, dró alls 20 vinningshafa upp úr pottinum, og sá til þess að allt færi löglega fram.

Trölli.is óskar öllum vinningshöfum í jólaleik SR Bygg til hamingju.

Magnús Magnússon verslunarstjóri við þá veglegu vinninga sem í boði voru
Ægir Bergsson hristir vel upp í kassanum sem dregið var úr
Halldór Þormar fulltrúi sýslumanns sá um að allt færi löglega fram