Góð aðsókn hefur verið að Selasetri Íslands í sumar og er gestafjöldi meiri nú um mitt sumarið en allt árið í fyrra.

Íslendingar sem og erlendir ferðamenn hafa verið duglegir að heimsækja setrið, auk þess hafa skólahópar og ferðamannahópar sótt safnið heim, bæði erlendir og innlendir.

Spurningar um selina inni á sýningunni hafa vakið mikla lukku hjá öllum aldurshópum. Sýningin er á íslensku, ensku og þýsku.