Jæja kæru Siglfirðingar nær og fjær og Siglfirsk ættaðir.

Búið er að opna fyrir skráningu í hið geisivinsæla golfmót okkar Siglfirðinga sem fram fer í Borgarnesi sunnudaginn 22. ágúst n.k.

Vakin er athygli á því að þátttökugjald kr 5.000 þarf að borga með kortafærslu um leið og skráð er. Þetta eru reglur vallarins eða klúbbsins.

Skráning er á hefðbundinn hátt í Golfboxinu.

Hverjir hafa þátttökurétt og keppnisfyrirkomulag.

Skilyrði fyrir þátttöku er að vera Siglfirðingur að ætt og uppruna, vera giftur einum slíkum eða eiga önnur sterk tengsl við fjörðinn fagra.

Keppnisfyrirkomulag: Punktakeppni og vegleg verðlaun að vanda í karla- og kvennaflokki. Að auki er sigur í höggleik og hlýtur sá aðili nafnbótina Siglfirðingameistari.

Aðeins þeir sem eru í klúbbi með löglega forgjöf geta unnið til verðlauna, aðrir leika sem gestir en geta unnið sér inn aukaverðlaun. Hámarksforgjöf er 24 hjá körlum og 28 hjá konum.

Verði tveir einstaklingar jafnir í verðlaunasæti, þá sigrar sá sem er með fleiri punkta á seinni níu hlunum. Séu þeir enn jafnir gilda síðustu 6 holurnar og þá síðustu 3 holurnar og þá 18 hola. Ef aðilar eru enn jafnir skal kasta hlutkesti.

Þá er bara að drífa sig til skráningar .

Mótsstjórn áskilur sér rétt til að færa til á teigum og þjappa saman ef þess þarf.

Með kveðju mótsstjórn

Forsíðumynd/ Kristján Möller, tekin á Golfmóti Siglfirðinga 2020